Síðasti deilarleikurinn í Gryfjunni fyrir jól!Prenta

Körfubolti

Haukar í heimsókn

Ljónynjurnar í Njarðvík taka á móti Haukum í tólftu umferð Subway-deildar kvenna miðvikudagskvöldið 6. desember. Leikurinn hefst kl. 19:15 á miðvikudagskvöld þar sem iðkendur eru hvattir til að mæta með mömmu og pabba á leikinn en foreldrar iðkenda fá miðann á hálfvirði!

Yngri iðkendur í Njarðvík munu setja skemmtilegan svip á umgjörð leiksins og taka þátt í upphitun liðsins með því að slá skjaldborg um völlinn. Þá verða góð tilboð í Njarðvíkursjoppunni fyrir leik og í hálfleik. Við hvetjum alla iðkendur og alla stuðningsmenn til að mæta í grænu og skemmta sér vel í besta húsi bæjarins því þetta er næstsíðasti heimaleikur Njarðvíkurkvenna fyrir jól! Síðasti heimaleikurinn á árinnu er svo um helgina þegar Njarðvík tekur á móti Tindastól í VÍS-bikar kvenna.

Andstæðingarnir okkar á miðvikudag eru Haukar en þeir verma 5. sæti deildarinnar um þessar mundir með 12 stig en Njarðvíkurliðið er í 2.-3. sæti með Grindavík þar sem bæði lið hafa 16 stig og því tvö stór stig í boði fyrir jólafrí.

Sjáumst í Ljónagryfjunni