Síðasti deildarleikur tímabilsins í GryfjunniPrenta

Körfubolti

Njarðvík leikur síðasta deildarleik sinn á heimavelli í kvöld þegar Haukar mæta í heimsókn í Subwaydeild kvenna. Leikurinn hefst kl. 20:15 í Ljónagryfjunni og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.

Eftir leikinn í kvöld er aðeins einn deildarleikur eftir og svo sjálf úrslitakeppnin. Mætum núna græn í Gryfjuna og styðjum Ljónynjurnar til sigurs í kvöld. Komum okkur hressilega í gírinn fyrir úrslitakeppnina því fyrsti andstæðingur okkar í úrslitakeppninni verða grannar okkar úr Keflavík – sannkölluð draumarimma í vændum og stuðningurinn í stúkunni fleytir liðum langt!

Áfram Njarðvík!