Síðasti heimaleikur ársins gegn Haukum í kvöld!Prenta

Körfubolti

Þrettánda umferð Subwaydeildar kvenna fer fram í kvöld þar sem öll átta lið deildarinnar verða á ferðinni. Gestir okkar verða Haukar í lokaleik kvöldsins sem hefst kl. 20:15 í Ljónagyrfjunni. Leikur kvöldsins er einnig síðasti deildarleikurinn hjá Ljónynjum á heimavelli þetta árið.

Nú er lag að fjölmenna og styðja vel við bakið á Njarðvík því það er von á svakalegum slag í kvöld. Tvö dýrmæt stig eru á ferðinni en við erum í 4. sæti deildarinnar með 16 stig en Haukar í 2. sæti með 20 stig.

Leikurinn verður í beinni útsendingu hjá Stöð 2 Sport en hér að neðan má sjá alla umferð kvöldsins:

18:15 Breiðablik – ÍR
19:15 Fjölnir – Valur
19:15 Grindavík – Keflavík
20:15 Njarðvík – Haukar

VIÐ STYÐJUM NJARÐVÍK: