Síðustu æfingaleikirnir fyrir mótPrenta

Körfubolti

Síðastliðin föstudag tóku Njarðvíkurliðin á móti Keflavík og Tindastól í Ljónagryfjunni í æfingaleikjum fyrir komandi átök í Domino´s-deildinni. Gestir okkar sluppu á brott með sigra en ekki er öllum æfingaleikjum lokið áður en mót hefst.

Kvennalið Njarðvíkur leggur leið sína í Garðbæ næsta miðvikudag og leikur lokaæfingaleik sinn kl. 18:00 gegn Stjörnunni í Ásgarði.

Karlalið Njarðvíkur á framundan tvo æfingaleik gegn Grindavík annað kvöld í Mustad-Höllinni og gegn Breiðablik á fimmtudag í Smáranum. Báðir leikirnir hefjast kl. 18:00 í Grindavík og Kópavogi.

Fyrsti deildarleikur kvennaliðsins er svo á heimavelli þann 4. október kl. 19:15 þegar Skallagrímur kemur í heimsókn í fyrstu umferð. Daginn eftir eða 5. október hefur karlaliðið leik kl. 19:15 á útivelli gegn Íslands- og bikarmeisturum KR.

RafholtLogo