Sigrar hjá Drengjaflokki og Unglingaflokki: Risasigur drengjaflokks á bikarmeisturum KR. Unglingaflokkur enn taplausir í deildPrenta

Í gær lögðu okkar strákar í drengjaflokki bikarmeistara KR í Ljónagryfjunni.
KR hefur verið jafnt yfir sterkasta liðið í Íslandsmótinu í vetur því risasigur hjá strákunum. Þeir byrjuðu af miklum krafti og var varnarleikurinn til fyrirmyndar. Sóknarleikurinn var ekki síðri og gekk boltinn vel á milli manna.
Njarðvíkingar settu upp pressuvörn eftir víti og féllu aftur í svæðisvörn, það virtist taka KR-inga útaf laginu ásamt áköfum varnarleik okkar manna. Njarðvík leiddi í leikhléi 40-30.
Þriðji leikhluti gekk ennþá betur en fyrstu tveir leikhlutarnir og fór munurinn í 22 stig þegar hann var mestur.
Áhlaup gestana kom síðan í síðasta leikhlutanum og náðu þeir að minnka muninn í 3 stig þegar um 2 mínútur voru til leiksloka. Strákarnir stóðust áhlaupið og skoruðu mikilvæg stig á lokamínutum og enduðu með að sigra með 6 stiga, 81-75.
Liðsheildin var frábær í gær og komu allir 10 leikmenn við sögu í fyrri hálfleik. Allir lögðu sitt af mörkum sem einkennir góða liðssigra.
Sigahæstir í liði heimamanna voru Gabríel 30 stig, Veigar Páll 23, Þorbegur 12 og Ólafur 11.

Unglingaflokkur með góðan útisigur á Egilsstöðum.

Unglingaflokkur gerði sér góða ferð austur á Egilsstaði á mánudaginn og lögðu Hattarmenn með 26 stigum, . Það var smá þreyta í okkar mönnum fyrstu mínuturnar eftir flugið og aðeins munaði 10 stigum í hálfleik. Í seinni hálfleik náðu Njarðvíkingar að setja í lás í vörninni og stela mörgum boltum sem gáfu auðveld stig. Úrslitin voru ráðin í byrjun 4.leikhluta þegar munurinn nálgaðist 20 stig.
Stigahæstir voru Jón Arnór með 27 stig og Snjólfur með 22 stig.
Unglingaflokkur er enn taplausir í deid í vetur og hafa unnið alla 8 leiki sína í deildarkeppninni.

*Mynd: Frændurnir Jón Arnór og Veigar Páll voru mikilvægir fyrir sín lið í sigrunum, þess má geta að myndin af Veigar var ekki tekin í leiknum í gær.