Sigur á Haukum og þriðja sætið í Fótbolta.net mótinuPrenta

Fótbolti

Njarðvík sigraði Hauka 3 – 1 í leik um þriðja sætið í Fótbolta.net æfingamótinu nú í kvöld í Reykjaneshöll. Njarðvík náði forystunni strax á 20 mín þegar Andri Fannar skoraði eftir laglegt upphlaup. Njarðvíkingar voru mun sterkari aðilinn í fyrrihálfleik og áttu nokkur ágætis færi og hálfffæri sem hefðu getað skilað fleiri mörkum, en staðan var 1-0 í hálfleik.

Haukar komust betur inn í leikinn í síðari hálfleik og á 60 mínútu náðu þeir að jafna metin úr vítaspyrnu. Eftir það fórum við að bæta aðeins í og komumst yfir þegar Arnór Björnsson náði að sneiða fyrirgjöf frá hægri, eftir hraða sókn, framhjá markmanni gestanna.

Andri Fannar gerði svo þriðja mark okkar úr vítaspyrnu eftir að brotið hafði verið áKrystian Wiktorowicz. Þriðja sætið í höfn eftir 3-1 verðskuldaðan sigur. Skosku leikmennirnir Kenneth Högg og Neil Slooves léku með í dag en þeir komu til landsins í dag. Með þessu móti lauk örðum hluta undirbúningstímabilsins. Um næstu helgi tekur við aðeins stærra verkefni þegar við hefjum leik í Lengjubikarnum og mætum Íslandsmeisturum Vals á Hlíðarenda.

Leikskýrsla Njarðvík – Haukar

Mynd/ Liðsmynd

Mynd/ Markaskorararnir Andri Fannar og Arnór ásamt Skotunum Kenny og Neil

20180201_202749 (2)