Sigur á Leikni Rvík í fyrsta leiks ársinsPrenta

Fótbolti

Njarðvík sigraði Leikni Rvík 3 – 2 í æfingaleik í Reykjaneshöll í kvöld. Þetta var fyrsti leikur meistaraflokks á árinu. Fyrrihálfleikur var ágætlega leikinn af okkar hálfu en það voru Leiknismenn sem voru yfir í hálfleik en mark þeirra var sjálfsmark okkar um miðjan fyrrihálfleik.

Leiknismenn náðu að bæta við marki þegar liðið var á seinnihálfleik 0 – 2. Njarðvíkingar náðu fljótlega að svara fyrir sig þegar Magnús Þór Magnússon kom boltanum í netið af harðfylgi eftir aukaspyrnu sem markvörðurinn varði en hélt ekki boltanum. Jöfnunarmarkið gerð Jón Veigar Kristjánsson og fljótlega eftir það skorðaði Arnór Svansson sigurmarkið með góðu skoti utan úr teignum.

Við náðum að komast aftur inní leikinn eftir að hafa lent undir og það var sterkt hjá strákunum. Við eigum í vandræðum með markmannsstöðuna, Brynjar Atli markvörður er frá vegna nárameisla, í hans stað höfum við verið að fá aukamenn lánaða. Í kvöld lék með okkur Jóhann Bergur Kiesel sem er Sindramaður og svo einnig Unnar Jóhannsson sem æft hefur með okkur að undanförnu. Í kvöld léku tveir leikmenn sem ekki hafa leikið með okkur áður en hafa verið að æfa þeir Arnór Björnsson og Jón Veigar Kristjánsson.Næsti leikur okkar er fyrsti mótsleikurinn í Fótbolta.net æfingamótinu þegar heimsækjum HK í Kórinn næstkomandi þriðjudag.

Byrjunarlið okkar var þannig skipað; Unnar Jóhannsson  (m), Arnar Helgi Magússon, Sigurður Þór Hallgrímsson, Davíð Guðlaugsson, Stefán Birgir Jóhannesson, Magnús Þór Magnússon, Andri Fannar Freysson, Brynjar Freyr Garðarsson, Bergþór Ingi Smárason, Atli Freyr Ottesen Pálsson  og Fjalar Örn Sigurðsson

Varamenn; Jóhann Bergur Kiesel (m), Krystian Wiktorowicz, Theodór Guðni Halldórsson, Birkir Freyr Sigurðsson, Óðinn Jóhannsson, Vilhjálmur Kristinn Þórdísarson, Jón Gestur Birgisson, Arnór Björnsson og Jón Veigar Kristjánsson.

Mynd/ Markaskorar kvöldsins Arnór, Magnús Þór og Jón Veigar.