Sigur á Tindastól á AkureyriPrenta

Fótbolti

Njarðvík tryggði sér sæti í átta liða úrslitum B deildar Lengjubikarsins með sigri á Tindastól þó við eigum einn leik eftir. Leikurinn í dag sem fór fram í Boganum á Akureyri og lauk honum 1 – 2. Liðin skiptust á að sækja til að byrja með en á 27 mín fékk Arnór Björnsson beint rautt fyrir brot og Njarðvíkingar einum færri. Við þetta riðlaðist skipulag okkar og vorum við lengi að aðlagst því að vera einum færri. Stólarnir náðu á að setja mark á 39 mín. Bergþór Ingi Smárason jafnaði á 45 mín með glæsilegu skoti beint úr aukaspyrnu og staðan 1 – 1 í hálfleik.

Í seinnihálfleik náðum við undirtökum í leiknum og spiluðum mjög vel út allan leikinn. Andri Fannar Freysson skoraði úr vítaspyrnu á 64 mín sem reyndist vera sigurmarkið. Tindastóll missti mann útaf með beint rautt á 69 mín og þá jafnt í liðum. Við vorum óheppnir að nýta okkur ekki eitthvað að þeim mark tækifærum sem við fengum til að tryggja sigur okkar. Nokkur harka var á köflum og fengu Stólarnir alls 6 gul spjöld í seinnihálfleik. En lokatölurnar 1 – 2.

Nokkuð var um forföll í leikmannahópnum hjá okkur í dag vegna meiðsla og prófa. Rafn Markús þjálfari var í hópnum í dag og var skipt inná á 94 mín og fékk gult spjald fljótlega. Næsti leikur okkar er æfingaleikur gegn Fylki á fimmtudaginn kemur í Reykjaneshöll. Lokaleikurinn í riðlinum gegn Berserkjum er þriðjudaginn 13. apríl.

Leikskýrslan Tindastóll – Njarðvík

Mynd/ leikmannahópurinn eftir leik mínus tveir

20170401_165159

Einn stuðningsmaður var á pöllunum í dag, Ísleifur Guðmundsson námsmaður á Akureyri, hann styllti sér upp með Einari Val og Rafni eftir leik,