Sigur gegn Ægi í rigningu og roki í ÞorlákshöfnPrenta

Fótbolti

Það var ekkert í raun ekki veður til að leika knattspyrnu í Þorlákshöfn ekkert ósvipað og þegar við lékum við þá lokaleikin sl. sumar, rigning og rok sem stóð á annað markið. Við byrjuðum á að leika á móti veðrinu. Heimamenn lögðu upp með að koma skotum á markið undan veðrinu en vörnin með Ómar í markinu og gömlu mennina Einar Val og Rafn hélt og óhætt að segja að þeir hafi uppskorið færi í fyrrihálfleik. Við fengum tvö góð upphlaup og það seinna skilaði marki sem Ari Steinn Guðmundsson gerði á 44 mín.

Leikmenn komu út í seinnhálfleikinn blautir og þungir. Við reyndum að leika sama leik og heimamenn í fyrrihálfleik og á 57 mín gerði Harrison Hanley seinna mark okkar. Ægismönnum gekk ágætlega að koma upp völlinn og á 67 mín náðu þeir að minnka munin. Theodór Guðni bætti þriðja marki okkar við á 69 mín. Það sem eftir var að leiknum reyndum við að bæta við fjórða markinu sem lá í loftinu.

Sigur 1 – 3 á erfiðum útivelli gegn vel spilandi liðið Ægis, leikmenn eiga hrós skilið að reyna hvað þeir gátu að spila fótbolta í engu fótboltaveðri. Það er stutt í næsta leik en við fáum Völsunga í heimsókn á sunnudaginn kl. 16:00.

Leikskýrslan Ægir – Njarðvik

Mynd/ markaskorar kvöldsins Theodór Guðni, Harrison og Ari Steinn, aðrar myndir eru úr leiknum

IMG_5714

IMG_5693

IMG_5708