Njarðvík og Afturelding mættust í kvöld í opnunarleik Fótbolta.nets æfingamótsins í Reykjaneshöll. Leiknum lauk með sigri Njarðvíkinga 3 – 2. Njarðvík komst yfir strax í byrjun með marki Atla Geirs Gunnarsson og komst síðan fljótlega í 2 – 0 eftir að Andri Fannar Freysson hafði skorað úr vítaspyrnu. Undir lok fyrrihálfleiks skoraði Stefán Ómar Magnússon. Njarðvíkingar voru sterkari aðilinn í fyrrihálfleik og hefðu átt að setja tvö mörk í viðbót.
Gestirnir byrjuðu seinnihálfleikinn með látum og skoruðu strax og síðan stuttu seinna annað mark. Það lá meira á Njarðvíkingmum í seinnihálfleik enda gerðu Mosfellingar allt til að jafna.
En vörnin hélt og sigur 3 – 2.
Það var vetrarbragur á leiknum í kvöld en oft brá fyrir góðum köflum. Leikmannahópurinn hjá okkur er byrja að mótast en tveir Skagamenn léku með okkur í kvöld þeir heita Birgir Steinn Ellingsen og Stefán Ómar Magnússon. Næsti leikur er á þriðjudaginn 15. janúar gegn Víking Ólafsvík í Reykjaneshöll kl. 18:40.
Mynd/ markaskorar kvöldsins.
Leikskýrslan Njarðvík – Afturelding