Sigur gegn Fjölni: Risaleikur á sunnudagPrenta

Körfubolti

Njarðvík lagði Fjölni í Ljónagryfjunni miðvikudagskvöldið 8. mars. Lokatölur 80-73 þar sem okkar konur voru við stýrið en gestirnir frá Grafarvogi voru aldrei langt undan. Fimm leikmenn gerðu 10 stig eða meira í leiknum og stigahæst þeirra var Aliyah Collier með 20 stig, 9 fráköst og 6 stoðsendingar.

Eftir sigurinn í gær eru okkar konur í Njarðvík enn með sex stiga forystu á Grindavík. Njarðvík á 10 stig eftir í pottinum en Grindavík 8.

Næsti leikur er gegn toppliði Keflavíkur næsta sunnudag kl. 19:15 í Ljónagryfjunni. Þið látið ykkur ekki vanta!

Hér að neðan má finna helstu umfjallanir um leikinn gegn Fjölni:

Karfan.is: Njarðvík hélt aftur af Fjölni í Gryfjunni

Karfan.is: Bríet – Vorum búnar að undirbúa okkur

Visir.is: Sigrar hjá Njarðvík og Val

Mbl.is: Njarðvíkingar sterkari í Ljónagryfjunni

Staðan í deildinni