Sigur gegn GG í æfingaleikPrenta

Fótbolti

Njarðvík sigraði GG frá Grindavík 4 – 3 í æfingaleik í Reykjaneshöll í kvöld. Það voru aðeins fjórir leikmenn sem byrjuðu leikinn gegn Haukum fyrr í vikunni sem byrjuðu leikinn. Njarðvíkingar byrjuðu leikinn ágætlega og voru meira með boltann gegn baráttuglöðum Grindavíkingum. Við fengum tækifæri til að taka forystuna eftir að vítaspyrna var dæmd en hún fór forgörðum. GG menn náðu að setja á okkur fyrsta mark leiksins og leiddu 0 – 1 í hálfleik.

Gestirnir náðu að setja á okkur annað mark fljótlega í seinnihálfleik en Atli Freyr Ottesen Pálsson minnkaði munin. Bergþór Ingi koma af bekknum og náði að setja tvö góð mörk með stuttu millibili og staðan orðin 3 – 2. Það stóð ekki lengi því GG náði að jafna fljótlega. Sigurmark okkar kom svo stuttu fyrir leikslok þegar Ísak John Ævarsson náði að koma boltanum í netið.

Allir leikmennirnir komu við sögu í leiknum en í stað þeirra sem voru hvíldir í kvöld komu strákar úr 2. og 3. flokki.

Byrjunarlið okkar var þannig skipað; Brynjar Atli Bragason (m), Sigurður Þór Hallgrímsson, Birkir Freyr Sigurðsson, Arnór Svansson, Hrólfur Sveinsson, Brynjar Freyr Garðarsson, Óðinn Jóhannsson, Jón Veigar Kristjánsson, Atli Freyr Ottesen Pálsson  og Fjalar Örn Sigurðsson, Georg Georgsson.

Varamenn; Unnar Jóhannsson (m), Stefán Birgir Jóhannesson, Bergþór Ingi Smárason, Vilhjálmur Kristinn Þórdísarson, Stefán Svanberg Harðarson, Ísak John Ævarsson, Arnór Björnsson og Gunnar Orri Guðmundsson.

Mynd/ Ísak John, Bergþór og Atli Freyr.