Njarðvik sigraði Gróttu 2 – 1 í fyrsta leik B deildar Fótbolta.net mótsins í Reykjaneshöll í kvöld. Leikurinn var prýðilega leikinn miðað við árstíma. Njarðvíkingar byrjuðu leikinn vel og náðu forystu eftir rúmlega 10 mín leik þegar Theodór Guðni skoraði úr vítaspyrnu eftir að brotið var á Lúkas Malesa. Theodór var svo aftur áferðinn stuttu seinna. Gestirnir náðu að minnka munin á mín og staðan 2 – 1 í hálfleik. Seinnihálfleikur var svipaður og sá fyrr liðin skiptust á að sækja án þess að ná að skora. Þetta var fínt hjá drengjum að halda út og sigra leikinn en sumir voru eitthvað eftir sig eftir erfiða æfingu í metabolic í gærkvöldi. Næsti leikur okkar er eftir viku gegn Víking Ólafsvík í Reykjaneshöll. Byrjunarlið Njarðvik; Aron Elís Árnason (m), Brynjar Freyr Garðarsson, Styrmir Gauti Fjeldsted, Davíð Guðlaugsson, Birkir Freyr Birkisson, Þorgils Gauti Halldórsson, Ívar Gauti Guðlaugsson, Arnór Svansson, Lúkas Malesa, Theodór Guðni Halldórsson, Scott Varamenn; Sigfús Pálsson, Frederik Dahl, Pawel Grundzinski, Fannar Guðni Logason. Mynd/ Theodór Guðni markaskorari kvöldsins