Sigur gegn Haukum í sjö marka leikPrenta

Fótbolti

Njarðvík sigraði Hauka 4 – 3 í annari umferð riðills 2 í B deilda Fótbolta.nets mótsins. Njarðvíkingar voru fyrr til að skora þegar Theodór Guðni kom boltanum í netið eftir þóf fyrir framan markið á 17 mín. Haukar náðu að jafna á 19 mín og komast yfir á 38 mín. Staðan 1 – 2 í hálfleik.

Njarðvík náði að jafna á 51 mín þegar Fjalar Örn Sigurðsson skoraði glæsilegt mark eftir gott upphlaup. Andri Fannar Freysson kom síðan Njarðvík yfir á 58 mín úr vítaspyrnu og svo aftur úr annari vítaspyrnu á 75 mín. Haukar minnkuðu munin á 78 mín en það var sjálfsmark okkar manna. Þetta mark hleypti miklum krafti í leikinn og skiptust liðin á að sækja og vörnin hjá okkur hélt út leikinn og sigur okkar telst vera sanngjarn.

Njarðvíkurliðið var að leika vel í kvöld og á köflum mjög vel. Þrír leikmenn frá Fjölni léku með okkur í kvöld þar á meðal Jökull markvörður sem lék með okkur gegn HK og þeir Georg Guðjónsson og Gunnar Orri Guðmundsson sem hafa æft með okkur.

Næsti leikur okkar er æfingaleikur gegn GG á fimmtudaginn kemur og svo gegn Gróttu í Fótbolta.net mótinu fimmtudaginn 2. febrúar.

Mynd/ Markaskorar kvöldsins Fjalar Örn, Sigurður Þór sem skoraði fyrir Hauka, Theodór og Andri Fannar.

 

Leikskýrslan Njarðvik – Haukar