Njarðvík sigraði KF 4 – 2 i þriðju umferð Lengjubikarsins í Reykjaneshöll í dag. Njarðvík byrjaði leikinn með látum en náði ekki að nýta sér 2-3 dauðafæri á fyrstu mínótum leiksins. Fyrsta markið kom á 27 mín og það var Theodór Guðni sem kom boltanum í netið. Annað markið kom á 33 mín eftir góða sókn og Atli Freyr skallaði í slánna og Arnór Björnsson kom og skallaði örugglega í markið.
Njarðvík byrjaði seinnihálfleik af krafti og Theodór Guðni bætti sínu öðru marki við á 48 mín. KF náði að minnka munin á 53 mín þegar dæmd var aukaspyrna á okkur og okkar menn að einbeita sér að leikmanni sem lág á vellinum KF menn tóku aukaspyrnuna og skoruðu í tómt markið. Annað mark KF kom á 58 mín eftir skyndiupphlaup en leikmaður þeirra komst alla leið upp að marki og skoraði. Þetta var mark sem við áttum aldrei að fá á okkur og verður að skrifast á vörnina. Óðinn Jóhannsson kom síðan boltanum í netið eftir klafs upp við markið á 74 mín.
Njarðvík var sterkari aðilinn í þessum leik og hefði átt að nýta hina mörgu markmöguleika betur og í raun aldrei að fá á sig þessi mörk. KF menn buðu uppá eins og venjulega baráttu og dugnað en þeir eru erfiðir andstæðingar. Georg Guðjónsson sem kom til okkar frá Fjölni lék í dag sinn fyrsta mótsleik. Næsti leikur okkar í Lengjubikarnum er gegn Tindastól þann 1. apríl á Akureyri. Í millitíðinni eða á laugardaginn kemur leikum við gegn sænska 3. deildarliðinu BK Olympic í Malmö en meistaraflokkur heldur þangað á fimmtudaginn til keppni og æfinga fjóra daga.
Mynd/ Theodór Guðni, Arnór og Óðinn gerðu mörk okkar í dag