Sigur gegn ReynismönnumPrenta

Fótbolti

Njarðvík sigraði Reyni Sandgerði 11 – 2 í æfingaleik í Reykjaneshöll í kvöld. Njarðvík hafði talsverða yfirburði í leiknum eins og tölurnar gefa til kynna. Njarðvík komst í 2 – 0 fljótlega með mörkum frá Arnari Helga og Bergþóri Inga en Sandgerðingar náðu að jafna leikinn stuttu seinna. Síðan komu fimm mörk í viðbót, þrjú frá Atli Frey Ottesen Pálssyni og eitt frá Kenneth Hogg og Bakary Traore hvorum. Staðan 7 – 2 í hálfleik.

Í seinnihálfleik bættu Njarðvíkingar við fjórum mörkum og þau gerðu Atli Freyr Ottesen Pálsson, Bakary Traore, Elis Már Gunnarsson og Stefán Birgir Jóhannesson. Eins og áður sagði voru yfirburðir okkar talsverðir en Reynismenn eru ekki komnir eins langt í undirbúiningi fyrir mót en eiga að geta stillt upp fínu liði í sumar.

Með okkur í kvöld lék ungur leikmaður frá Senegal Bakary Traore sem  hefur æft hjá okkur að undanförnu. Þá stóð Hörður Fannar Björgvinsson í markinu í kvöld en mikil forföll eru í markmannahópnum okkar um þessar mundir,

Byrjunarlið Njarðvík; Hörður Fannar Björgvinsson (m), Arnar Helgi Magnússon, Magnús Þór Magnússon, Neil Slooves, Stefán Birgir Jóhannesson, Kenneth Hogg, Bergþór Ingi Smárason, Atli Freyr Ottesen Pálsson, Andri Fannar Freysson, Elvar Óli Einarsson,Bakary Traore.

Varamenn; Ari Már Andrésson, Theodór Guðni Halldórsson, Brynjar Freyr Garðarsson, Jón Gestur Birgisson, Elís Már Gunnarsson, Falur Orri Guðmundsson, Jökull Örn Ingólfsson. Allir leikmenn tóku þátt í leiknum,

Mynd/ Markaskorar kvöldsins.