Sigur gegn sterkum ÞórsurumPrenta

Körfubolti

Njarðvík lagði Þór Þorlákshöfn 82-76 í Domino´s-deild karla í kvöld. Ljónin sitja því sem fastast á toppi deildarinnar en Þórsarar voru á löngum köflum sterkari aðilinn í kvöld en grænir unnu fjórða leikhluta 26-17 og lönduðu tveimur mikilvægum stigum. Hörkuslagur að baki og góður karakter í Njarðvíkurliðinu að klára verkefnið.

Jeb Ivey var stigahæstur í kvöld með 19 stig, 4 stoðsendingar og 2 fráköst en hann setti nokkur virkilega stór skot í kvöld sem komu á ögurstundum. Elvar Már Friðriksson var honum næstur með 18 stig, 6 fráköst og 6 stoðsendingar og þá var Ólafur Helgi Jónsson fyrrum liðsfélögum sínum í Þór erfiður með 12 stig, 4 fráköst og 2 stoðsendingar.

Þrettándu umferð lýkur annað kvöld, föstudag, með tveimur leikjum en úrslit þeirra breyta ekki því að Njarðvík verður á toppi deildarinnar eftir umferðina. Í næstu umferð mætum við Valsmönnum að Hlíðarenda þann 17. janúar en Valsmenn fóru í hörkuleik gegn Tindastól í kvöld en töpuðu í framlengingu.

Það var fjölmenn í Ljónagryfjunni í kvöld og þökkum við stuðningsmönnum kærlega fyrir mætinguna. Það skiptir öllu máli að hafa stúkuna sterka!

Tölfræði leiksins
Myndir úr leiknum

Mynd/ JBÓ: Ólafur Helgi sækir að Þórsurum í kvöld.