Sigur gegn Vængjum JúpitersPrenta

Fótbolti

Njarðvík sigraði Vængji Júpiters 4 – 2 í Lengjubikarnum í Reykjaneshöll í kvöld. Leikurinn fór fjörlega af stað bæði lið með pressu hátt á vellinum, barningurinn um allan völl þó mest á vallarhelmingi Vængjanna. Við vorum sterkari og með meiri tök á leiknum. Njarðvíkingar voru fyrr til að skora á 27 mín þegar Theodór Guðni Halldórrsson náði að skora. Njarðvíkingar stjórnuðu gangi mál á þess að ná að bæta við marki en það var ekki fyrr en á 44 mín þegar Arnar Helgi Magnússon skoraði glæsilegt mark.

Seinnihálfleikur var með sama snið og sá fyrri en á 60 mín bætti Theodór við sýnu öðru marki og staðan orðin 3 – 0. Vængirnir náðu að setja á okkur laglegt mark á 69 mín eftir snarpa sókn. Við markið færðust þeir allir í aukanna en við mættum þeim ekki af nægri hörku og á 76 mín var dæmd vítaspyrna á okkur sem átti aldrei að dæma. Úr vítinu skorðu þeir sitt annað mark og allt önnur staða komin upp. Við náðum aftur tökum á leiknum og vörnin hélt hjá okkur þrátt fyrir að gestirnir börðust af miklum krafti að reyna að jafna leikinn. Það var síðan á 92 mín að Stefán Birgir Jóhannesson náði að setja fjórða markið.

Sigur okkar í kvöld var sanngjarn en það þurfti að hafa fyrir þessu gegn  duglegu og kraftmiklu liði Vængja Júpiters. Tveir leikmenn Arnar Helgi Magnússon og Marián Polák léku sína fyrstu mótsleiki fyrir Njarðvík í kvöld.

Það er stutt í næsta leik en hann er gegn Aftureldingu á N1 vellinum í Mosfellsbæ á sunnudaginn kemur kl. 15:00.

Leikskýrslan Njarðvik – Vængjir Júpiters

 

Hvað segir Guðmundur Steinarsson um leikinn,

Fyrsti leikur í Lengjubikarnum þetta árið, fengum Vængi Júpíters í heimsókn. Sigur náðist og var hann nokkuð öruggur en þeir gerðu okkur engu að síður virkilega erfitt fyrir. Nokkur ný andlit voru að spila aftur fyrir okkur sem og einnig tveir alveg nýjir. Það var gott að byrja á sigri og skora nokkur mörk, margir jákvæðir punktar eftir leikinn og að sjálfsögðu líka punktar sem við þurfum að bæta. Næsti leikur er á sunnudaginn gegn sterku liði Aftureldingar. Það verður flottur leikur og smá próf fyrir hópinn.

Mynd/ Markaskorarnir Arnar Helgi, Stefán Birgir og Theodór Guðni.