Sigur gegn Vestra og sigur í riðliPrenta

Fótbolti

Njarðvík sigraði Vestra 2 – 1 í lokaleiknum í Riðli 1 í B deild Fótbolta.net mótsins í kvöld. Njarðvíkingar voru ekki að leika sinn besta leik en það dugði til sigurs í leiknum. Njarðvík náði forystunni á 20 mín með marki Atla Geirs Gunnarssonar og staðan eftir fyrrihálfleik 1 – 0. Mark númer tvö hjá okkur kom á 65 mín þegar Andri Fannar skoraði. Það er óhætt að segja að við fengum nokkra góða möguleika að auka forustuna en það tókst ekki. Vestramenn náðu að minnka munin á 88 mín úr víti.

Með þessum sigri enduðum við í efsta sæti riðilsins og leikum til úrslita við Gróttu sem sigraði hinn riðilinn. Ekki er komin dagsetning á þann leik en líklega verður hann um næstu helgi.

Mynd/ Markaskorar kvöldsins

Leikskýrslan Njarðvík – Vestri