Sigur gegn Víking ÓlafsvíkPrenta

Fótbolti

Njarðvík sigraði Víking Ólafsvík 3 – 1 í lokaleik sínum A riðili B deildar Fótbolta.net mótsins. Njarðvík náði forystunni strax á 5 mín þegar Theodór Guðni skoraði. Í kjölfarið fylgdu nokkrar sóknarlotur sem áttu að skila okkur marki en þessi stað jöfnuðu gestirnir á 14 mín. Njarðvík var sterkari aðilinn en vörn gestanna hélt. Arnór Björnsson kom okkur yfir á ný á 41 mín með góðu marki.

Seinnihálfleikur var á sömu nótum og sá fyrri Njarðvík sótti og Víkingar vörðust. Þriðja mark okkar kom svo á 56 mín og var Arnór þar aftur á ferðinni. Það sem eftir lifði af leiknum reyndu heimamenn að bæta við mörkum en vörnin hélt vel. En 3 – 1 sigur og sanngjörn úrslit.

Einn leikur er eftir í riðlinum Grótta og Afturelding mætast á sunnudaginn kemur og með sigri getur Grótta náð efsta sætinu enda með betri markatölu þó það muni ekki nema einu marki. Sigurvegari í riðlinum mætir sigurvegaranum í B riðli og verður sá leikur í næstu viku.

Leikskýrslan Njarðvík – Víkingur Ól. 

Mynd/ Markaskorar kvöldins Arnór og Teddi og neðri myndinni stuðningsmenn kvöldsins

20180125_202906 (2)