Njarðvíkingar gerðu góða ferð norður á Akureyri í dag og lönduðu 1 – 2 sigur gegn Völsungi í undanúrslitum Lengjubikarsins. Þessi leikur var gott próf á liðið gegn liði sem fór taplaust í gegnum sinn riðill og verður einn af andstæðingum í 2. deild í sumar. Leikurinn var ágætlega leikinn af báðum liðum sem virðast vera með svipaðan styrkleika. Jafnræði var með liðunum í fyrrihálfleik og engin sérstök færi fyrr en undir lokin þegar við áttum nokkrar góðar sóknarlotur sem hefðu átt að skila marki en ekki gekk eftirog staðan 0 – 0 í hálfleik.
Hjá okkur voru gerðar tvær breytingar í hálfleik en það var fyrirfram ákveðið að gera til að geta notað allan leikmannahópinn í dag. Inná komu þeir Fjalar Örn Sigurðsson og Sigurður Þór Hallgrímsson sem áttu eftir að gera mörk okkar í leiknum. Fyrra markið kom á 58 mín og það var Fjalar sem skoraðið það með skot nánast frá miðju eftir að markvörðurinn sem var nánast komin út úr teignum eftir að Theodór hafði komist á einn á móti honum. Völsungar náðu að jafna 72 mín með fallegu marki sem var óverjandi. Eftir markið náðu Völsungar undirtökum í leikum í smá tíma og náðu að ógna okkur án þess að ná að skora. Sigumarkið kom svo á 89 mín þegar Sigurður Þór skoraði með góðu skoti utan úr teig. Eftir markið reyndu Völsungar hvað þeir gátu til að jafn leikinn en í uppbótartímanum sem var 5 mín vorum við í tvígang nærri búnir að skora.
En niðurstaðan sigur í þessum undanúrslitaleik og framundan úrslitaleikur gegn Víði þann 2. maí nk. Allir varamenn okkar komu við sögu í leiknum nema varamarkvörðurinn sem ekki tókst að koma inná. Nýr leikmaður Ingibergur Kort Sigurðsson sem gekk til liðs við okkur sem lánsmaður frá Fjölni lék sinn fyrsta leik og bjóðum við hann velkomin í okkar hóp.
Liðið mætti vel stemmt til leiks þrátt fyrir að veðrið hafi ekki verið með okkur snemma í morgun en það gekk vel að aka norður og tilbaka þrátt fyrir að veður útlit væri ekki uppá það besta, Það er stutt í næsta leik sem er á mánudaginn í Borgunarbikarnum gegn Stál-úlfi í Kópavogi.
Mynd/ Markaskorararnir Fjalar Örn og Sigurður Þór
Leikskýrslan Völsungur – Njarðvik
Ingibergur Kort Sigurðsson nýjasti leikmaðurinn
Stuðningamennirnir á pöllunum