Æfingaferð meistaraflokks til Hollands hófst í dag og stendur fram á sunnudag. Í kvöld mættum við hollenska liðinu Odin 59 á heimavelli þeirra en liðið leikur í 3. deild. Þeir gátu ekki stillt upp sínu sterkasta í kvöld og höfum við mikla yfirburði allan leikinn og unnum 1 – 5.
Fyrsta mark okkar kom ekki fyrr en á 20 mín þegar Bergþór Ingi Smárason skoraði. Eftir markið áttum við nokkur færi sem áttu að skila mörkum en gerðu ekki. Það var ekki fyrr en í blálokin á fyrrihálfleik sem Stefán Birgir Jóhannesson skoraði með góðu skoti í bláhornið.
Eftir aðeins 5 mín leik í seinnihálfleik skoraði Theodór Guðni Halldórsson þriðja markið en hann kom inná í hálfleik. Kenneth Hogg gerði síðan fjórða markið. Heimamenn náðu að setja á okkur mark eftir mistök í vörninni. Stefán Birgir náði síðan að bæta fimmta markinu við stuttu fyrir leikslok. Við hefðum hæglega átt að vinna þennan leik stærra en stangir og slár sáu við því ásamt góðri markvörslu en markvörður þeirra bjargaði nokkru sinnum glæsilega.
Þessi leikur var leikinn við fínustu aðstæður í góðu veðri ef frá eru teknar síðustu mínóturnar en þá fór að rigna. Allir varamenn komu inná í seinnihálfleik nema þeir Arnór Björnsson og Unnar Elí Jóhannesson. Króatinn Luka Jagacic kom til móts við okkur í Amsterdam og lék með fyrrihálfleikinn, hann kemur síðan með okkur heim. Þá stóð í markinu fram í seinnihálfleik danskur markvörður Mathias Rosenörn sem kom einnig til Hollands til að verða með okkur í ferðinni.
Alls eru með okkur í ferðinni 22 leikmenn svo og einnig Styrmir Gauti Fjeldsted sem er sérlegur ráðgjafi og peppari. Nú taka við æfingar tvisvar á dag í tvo daga og svo leikur á laugardaginn.
Byrjunarlið okkar; Mathias Rosenörn (m), Arnar Helgi Magnússon, Brynjar Freyr Garðarsson, Neil Slooves, Magnús Þór Magnússon, Luka Jagacic , Andri Fannar Freysson, Stefán Birgir Jóhannesson, , Bergþór Ingi Smárason, Atli Freyr Ottesen Pálsson, Kenneth Hogg.
Varamannabekkurinn; Brynjar Atli Bragason (m), Unnar ElÍ Jóhannesson (m), Theodór Guðni Halldórsson, Ari Már Andrésson, Elvar Óli Einarsson, Arnór Björnsson, Birkir Freyr Sigurðsson, Elís Már Gunnarsson, Jón Gestur Birgisson, Sigurbergur Bjarnason, Krystian Wiktorowicz.
Mynd/ Byrjunarliðið í kvöld
Luka Jagacic
Mathias Rosenörn