Meistaraflokkur Njarðvík sigraði Selfoss 2 – 1 í Fótbolta.net æfingamótinu í dag. Þetta var jafnframt fysti leikur ársins hjá liðinu. Fyrrihálfleikur var ágætlega leikinn á köflum hjá Njarðvíkingum sem leiddu 1 – 0 í hálfleik en mark okkar gerði Bergþór Ingi Smárason um miðjan hálfleikinn.
Selfoss náði að jafna leikinn fljótlega í seinnihálfleik en Atli Freyr Ottesen skorðaði sigurmark Njarðvík með glæsilegu marki. Allir leikmenn okkar á skýrslunni tóku þátt í leiknum.
Næsti leikur okkar í Fótbolta.net mótinu er eftir rúma viku gegn Víking Ól. á Akranesi.
Leikskýrslan Njarðvík – Selfoss
Mynd/ markskorararnir Bergþór Ingi og Atli Freyr