Njarðvík-Keflavík í kvöld: Gryfjan er staðurinn!Prenta

Körfubolti

Hver stórleikurinn rekur nú annan hjá Njarðvíkurliðunum okkar og í kvöld er það veislubitinn sjálfur, grannaglíman gegn Keflavík. Liðin mætast í Ljónagryfjunni og hefjast leikar kl. 19:15. Eftir þennan leik í kvöld eru öll lið deildarinnar búin með 24 umferðir og eftir kvöldið því bara átta stig eftir í pottinum.

Með sigri í kvöld er Njarðvík búið að tryggja sér sætið í úrslitakeppninni því í dag hefur Njarðvík 26 stig en Grindavík 20 og Njarðvík með betur innbyrðis þegar 8 stig eru eftir í pottinum fyrir Grindvíkinga. Við skorum á alla Njarðvíkinga að mæta á þennan slag því okkar konur stefna á það sem á enn eftir að gerast þetta tímabilið, vinna sigur á grönnum okkar frá Keflavík.

Síðasti leikur í Ljónagryfjunni var tvíframlengd þrumuskemmtun í Subwaydeild karla þegar Þór Þorlákshöfn kom í heimsókn. Í kvöld verður ekki síðra fjör á boðstólunum svo farið á Stubbur-app og tryggið ykkur miða á besta skemmtistaðinn í bænum.

Áfram Njarðvík!

Mynd/ JB