Sigur í lokaleik ársinsPrenta

Fótbolti

Njarðvík sigraði Tindastól 6 – 1 í síðasta æfingaleik ársins í Reykjaneshöll í dag. Staðan eftir fyrrihálfleik var 1 – 0 en markið gerði Helgi Þór Jónsson í sínum fyrsta leik fyrir Njarðvík.

Helgi Þór bætti við öðru marki sínu í seinnihálfleik og Arnór Björnsson því þriðja. Helgi Þór var svo aftur á ferðinni með sitt þriðja og fjórða mark. Stólarnir minnkuðu muninn með marki úr vítaspyrnu en Andri Fannar Freysson kom okkur í 6 – 1 úr vítaspyrnu.

Njarðvíkingar voru að spila ágætlega og hefðu hæglega geta gert fleiri mörk en góður markvörður gestanna sá við okkar mönnum. Stólarnir er skemmra á veg komnir í undirbúningi liðsins en við sem skýrði ýmsilegt. Helgi Þór Jónsson sem kom til okkar frá Víði lék sinn fyrsta leik með Njarðvík og mætti á markaskónum og gerði fjögur mörk. Einnig lék með okkur Jordan Tyler sem hefur æft með okkur að undanförnu en hann er Bandarískur.

Þá er þessum fyrsta hluta undirbúningstímabilsins lokið og stíft prógramm tekur við strax á nýju ári með leikjum í Fótbolta,net mótinu.

Byrjunarlið Njarðvík; Brynjar Atli Bragason (m), Arnar Helgi Magnússon, Brynjar Freyr Garðarsson, Helgi Þór Jónsson, Birkir Freyr Sigurðsson, Stefán Birgir Jóhannesson, Atli Freyr Ottesen Pálsson, Andri Fannar Freysson, Bergþór Ingi Smárason, Arnór Björnsson,Jordan Tyler .

Varamenn; Unnar Elí Jóhannsson (m), Krystian Wiktorowicz, Jón Gestur Birgisson, Falur Orri Guðmundsson, Elís Már Gunnarsson, Elvar Óli Einarsson. Allir leikmenn tóku þátt í leiknum,

Mynd/ Markaskorararnir Andri Fanna, Helgi Þór og Arnór.