Sigur í lokaleiknum gegn Þór ÞorlákshöfnPrenta

Körfubolti

Icelandi Glacial mótið fór fram í Þorlákshöfn um helgina. Okkar menn í Njarðvík lönduðu sigri í loka leiknum gegn Þór Þorlákshöfn, 85-88. Heimamenn í Þór höfðu engu að síður sigur í mótinu en Njarðvík, Keflavík og Þór unnu öll tvo leiki og töpuðu einum.

Miðherjinn Ragnar Ágúst Nathanaelsson var stigahæstur fyrir Njarðvík gegn sínum gömlu félögum í Þór en Ragnar gerði 20 stig og tók 12 fráköst, næstur var Maciej Baginski með 17 stig, Ragnar Helgi Friðriksson gerði 15 stig og gaf 4 stoðsendingar og þá var Terrell Vinson með 13 stig og 7 fráköst.

Mynd/ Okkar menn að loknu móti í Þorlákshöfn.