Sigur í nesti til SvíþjóðarPrenta

Körfubolti

Njarðvík lagði Breiðablik 97-72 í æfingaleik liðanna í Ljónagryfjunni í kvöld. Okkar menn í grænu tóku forystu snemma í leiknum en Blikar börðst vel og áttu góða spretti.

Ljónin voru fullskipuð í kvöld að frátöldum Kristni Pálssyni sem er erlendis með íslenska A-landsliðinu. Njarðvíkurliðið heldur svo til Svíþjóðar á fimmtudagsmorgun í æfinga- og keppnisferð.

Eins og vænta mátti var haustbragur á sumum aðgerðum kvöldsins en okkar menn komu til leiks uppi á tánum og vildu gera vel á varnarendanum.

Hér má sjá svipmyndir úr leiknum

#ÁframNjarðvík