Sigur inn í landsleikjahléPrenta

Körfubolti

Njarðvík vann góðan 92-67 sigur á Fjölni í Subwaydeild kvenna í gærkvöldi. Eftir líflegan leik framan af tóku Ljónynjur öll völd í lok fyrri hálfleiks og unnu verðskuldaðan sigur. Tvö dýrmæt stig inn í landsleikjahlé sem lýkur svo 4. desember þegar deildin hefst á nýjan leik.

Aliyah Collier fór á kostum í leiknum í gær með 30 stig, 10 fráköst, 6 stoðsendingar, 4 stolna bolta og 3 varin skot. Isabella Ósk Sigurðardóttir var einnig í tvennumeðferðinni með 13 stig og 17 fráköst.

Hér að neðan má sjá allar helstu umfjallanir um leikinn í gær:

Karfan.is: Collier fór á kostum þegar Njarðvík lagði Fjölni

Karfan.is: Viðtal við Rúnar Inga eftir leikinn gegn Fjölni

Vísir.is: Valur rétt marði ÍR en Njarðvík burstaði Fjölni

Mbl.is: Tvöföld tvenna í Njarðvík

VF.is: Suðurnesjasigrar í síðustu umferðinni fyrir landsleikjahlé