Sigur og þrjú stig frá Egilsstöðum í dagPrenta

Fótbolti

Njarðvík sótti þrjú stig austur á Egilsstaði í dag þegar við unnum 0 – 2 sigur á heimamönnum í Hetti. Þessi leikur var ekki auðveldur frekar en aðrir í deildinni hafa verið. Hattarmenn voru þéttir fyrir og börðust vel fyrir sínu. Það voru engin sérstök færi í leiknum er frá er talið tvö stangarskot heimamanna i sitthvorum hálfleiknum. Fyrsta markið kom úr vítaspyrnu á 34 mín en það gerði Andri Fannar Freysson en brotið var á Styrmi Gauta í teignum.

Seinnihálfleikur var á sömu nótum og sá fyrri, barist um alla bolta út um allan völl. Seinna mark okkar kom á 78 mín og líka úr vítaspyrnu sem Andri Fannar tók líka og skoraði örugglega úr. Vítaspyrnan var dæmd eftir brota á Arnóri Björnssyni. En það sem eftir var af leiknum var boðið upp á sömu baráttu til leiksloka.

Þetta var ekki einn af okkar betri leikjum í sumar en heimamenn settu mikinn kraft í leikinn enda staða þeirra ekki örugg og hvert stig verðmætt. Okkar menn sýndu styrkleika sinn í því að hafa leikinn í sinn hendi og sigra hann. Efsta sætið er ennþá okkar og við erum með þrjú stig á Magna og fjögur á Víði.

Næsti leikur okkar er heima gegn Vestra á laugardaginn kemur og hefst kl. 13:00. Við hvetjum okkar stuðningsmenn að fjölmenna eins og gert hefur verið undanfarið og standa vel að baki liðinu.

Leikskýrslan Höttur – Njarðvík

Staðan í 2. deild 

IMG_9638   IMG_9645

IMG_9635   IMG_9582

IMG_9595   IMG_9652