Fyrsti heimasigurinn í sumarPrenta

Fótbolti

Sigur í kvöld 1 – 0 gegn Leikni Rvík og fyrsti sigurinn á heimavelli í sumar. Njarðvíkingar mættu vel stemmdir til leiks í kvöld og með tvo nýja leikmenn í hópnum og sex breytingar á byrjunarlið frá síðasta leik. Eins og við var að búast voru Leiknismenn baráttuglaðir og harðir í horn að taka. Njarðvík náði forystunni á 21 mín með marki frá Birki Frey Sigurðssyni. Eftir markið skiptust liðin á að sækja en mestu fór leikurinn fram á miðjunni og ekki mikið um hættulegar sóknir en þó helst eftir hornspyrnur.

Seinnihálfleikur var á sömu nótum en gestirnir reyndu að pressa Njarðvíkinga aftur á völlinn án þess að skapa verulega hættu nema það væri eftir hornin. Varnarleikur Njarðvíkinga hélt og leiktíminn rann út og sigur okkar 1 – 0 staðreynd. Þetta var mikilvægur sigur okkar manna eftir rýra uppskeru að undanförnu.

Eins og áður sagði voru tveir nýjir leikmenn í hópnum og byrjuð inná, Pawel Grudzinski og Englendingurinn James Dale. Báðir stóðu sig vel í sínum stöðum. Það eru stutt í næsta leik sem er gegn Þór á Akureyri 1. ágúst.

Mynd/ Birkir Freyr Sigurðsson

Leikskýrslan Njarðvík – Leiknir R.
Fótbolti.net – skýrslan
Fótbolti.net – viðtal við Rafn