Sigurjón Már framlengir til 2025Prenta

Fótbolti

Sigurjón Már Markússon hefur framlengt samning sinn við Knattspyrnudeild Njarðvíkur til ársins 2025.

Sigurjón sem er hafsent, fæddur árið 1998 kom fyrst til fyrir tímabilið 2022 og hefur því leikið með Njarðvíkurliðinu í 2 ár, og það við mjög góðan orðstír innan sem utan vallar.

Sigurjón hefur leikið í heildina 57 meistaraflokksleik fyrir Njarðvík á vegum KSÍ og skorað í þeim 1 mark.

Það er mikið gleðiefni að halda Sigurjóni áfram í herbúðum Njarðvíkur og óskar Knattspyrnudeildin Sigurjóni til hamingju með nýja samninginn.

Áfram Njarðvík!