Sigurjón Már kominn með 50 leiki fyrir NjarðvíkPrenta

Fótbolti

Sigurjón Már Markússon með 50 leiki fyrir Knattspyrnudeild Njarðvíkur!

Sigurjón Már lék í gærkvöldi leik númer 50 fyrir Njarðvík í keppnum á vegum KSÍ.
Undir það teljast leikir í Íslandsmóti, bikarkeppni og deildarbikarnum.
Leikurinn kom í 3-5 sigri á Þrótti Reykjavík í gærkvöldi.

Sigurjón kom fyrst til Njarðvíkur fyrir leiktíðina í fyrra, þá frá Haukum.
En Sigurjón er upprunalega uppalinn hjá Fjölni.

Sigurjón, sem leikur iðulega stöðu hafsentar hefur skorað 1 mark í 50 leikjum fyrir Njarðvík.

Knattspyrnudeildin óskar Sigurjóni innilega til hamingju með áfangann og vonumst eftir að sjá hann í grænu treyjunni um ókomna tíð.

Áfram Njarðvík!