Símon Logi Thasaphong gengur til liðs við Njarðvík!
Knattspyrnudeild Njarðvíkur og Knattspyrnudeild UMFG hafa gert með sér samkomulag um að sóknarmaðurinn, Símon Logi Thasaphong, leiki með Njarðvíkurliðinu út leiktíðina á láni frá Grindavík.
Í framhaldi af því hefur Símon Logi skrifað undir samning við Njarðvíkurliðið til ársins 2027 og verður því alfarið leikmaður Njarðvíkur í haust.
Símon, sem er fæddur árið 2001 hefur alla tíð leikið með uppeldisfélagi sínu, Grindavík, fyrir utan eina leiktíð með venslafélagi þeirra, GG.
Alls hefur Símon leikið 115 meistaraflokksleiki á vegum KSÍ og gert í þeim 21 mörk, en 6 þeirra komu á síðustu leiktíð í Lengjudeildinni.
Símon er spennandi viðbót við hópinn og verður gaman að fylgjast með honum í grænu treyjunni næstu árin.
Knattspyrnudeildin býður Símon hjartanlega velkominn til Njarðvíkur!