Sjö fulltrúar á NM í FinnlandiPrenta

Körfubolti

Nú stendur yfir Norðurlandamót U16 og U18 ára landsliða í Finnlandi og er einum keppnisdegi lokið þar sem íslensku liðin máttu fella sig við sópinn frá frændum okkar Finnum.

Ytra eru alls sjö fulltrúar frá Njarðvík, Daníel Guðni Guðmundsson stýrir U16 ára liði kvenna og sex leikmenn eru ytra en tvær í U16 liði stúlkna, einn í U16 liði drengja, tvær í U18 liði stúlkna og einn í U18 liði drengja.

Leikir dagsins í dag eru gegn Noregi en hér má nálgast frekari upplýsingar um mótið.

Njarðvíkingarnir í Finnlandi

U16 stúlkur – Daníel Guðni Guðmundsson
Alexandra Eva Sverrisdóttir – Njarðvík
Dagrún Inga Jónsdóttir – Njarðvík

U16 drengir
Veigar Páll Alexandersson – Njarðvík

U18 stúlkur
Hulda Bergsteinsdóttir – Njarðvík
Erna Freydís Traustadóttir – Njarðvík

U18 drengir
Gabríel Sindri Möller – Njarðvík

Mynd/ Karfan.is – Erna Freydís og íslenska U18 ára landsliðið mátti fella sig við ósigur gegn Finnlandi í gær