Á laugardag leikur kvennalið Njarðvíkur sinn sjötta bikarúrslitaleik í sögu liðsins þegar Njarðvík mætir Grindavík í Smáranum kl. 13.30. Það var fyrst árið 1983 sem Njarðvík komst í bikarúrslit og síðast árið 2018. Ljónynjurnar okkar hafa einu sinni áður unnið bikarinn en það var árið 2012 þegar liðið varð tvöfaldur meistari það árið.
Þetta er í fyrsta sinn sem Njarðvík mætir Grindavík í bikarúrslitum en andstæðingar okkar í gegnum tíðina hafa verið KR, Keflavík og Snæfell. Hér að neðan má sjá alla bikarúrslitaleiki kvennaliðs Njarðvíkur:
1983: KR 56-47 Njarðvík – tapleikur
1996: Keflavík 69-40 Njarðvík – tapleikur
2002: KR 81-74 (68-68) Njarðvík – tapleikur
2012: Snæfell 77-84 Njarðvík – sigurleikur, bikarmeistarar i fyrsta og eina sinn
2018: Keflavík 74:63 Njarðvík – tapleikur
2025: Njarðvík – Grindavík
Það er von á skemmtilegum Suðurnesjaslag á morgun kl. 13.30 í Smáranum þegar við mætum Grindavík um bikarinn. Við Njarðvíkingar ætlum að taka daginn snemma og verðum með FanZone í IceMarHöllinni frá 10.30-12.00. Hægt verður að gæða sér á grilluðum pylsum, trommusveitin mætir og kennir öllum taktinn, andlitsmálning, þrautir og körfuboltaleikir fyrir okkar yngstu stuðningsmenn, grænt hársprey og Njarðvíkurvörur frá Macron. Allt innihaldsefni í góðan bikardag. Fjölmennum á FanZone í IceMarHöllinni og spænum svo Reykjanesbrautina í Smárann og styðjum okkar konur til góðra verka.
Miðasalan fer fram á Stubbur app – nældu þér í eintak!
Fyrir Fánann og UMFN!
