ORKU mót 6. flokks í Eyjum lauk á laugardaginn og náðu við að koma heim með tvo bikara í safnið.
Lið 1 voru í sterkri A deild og áttu erfiðan fyrsta dag en stigu vel upp næstu tvo daga, sýndu frábæra takta og enduðu á að vinna KR í úrslitaleik um Bjarnareyjarbikarinn 2 – 0. Liðið vann 7 leiki og tapaði 3 leikjum á mótinu.
Lið 2 var lengi í gang á mótinu en eftir að þeir fundu rétta taktinn þá enduðu þeir á að vinna síðustu sex leikina og vinna Hauka mjög örugglega 3-0 í úrslitaleik um Surtseyjarbikarinn.
Lið 3 voru mjög flottir allt mótið, sýndu miklar framfarir er leið á mótið, sýndu fullt af geggjuðum tilþrifum og urðu reynslunni ríkari.
Lið 3 unnu 4 leiki töpuðu 4 leikjum og gerðu 2 jafntefli.
Ingi Þór Þórisson þjálfari drengjanna var mjög ánægður með mótið “allir lögðust á eitt að gera þessa daga sem eftirminnilegasta fyrir drengina okkar og það tókst fullkomlega”
Mynd/ Ingi Þór með bikaranna tvo
Þá var Viktor Léo Elíasson var valin í landslið Orkumótsins.