Undirbúningstímabili meistaraflokks karla lauk í gær. Eflaust hefði verið meira hressandi að ljúka því með öðru en skell í Þorlákshöfn en lokatölur gegn Þór í gær voru 114-96. Með sigrinum hafði Þór sigur í Icelandic Glacial mótinu þetta árið.
Nú tekur við undirbúningur fyrir Domino´s-deild karla sem hefst þann 1. október en þá halda okkar menn í Njarðvík í höfuðborgina og mæta KR í DHL-Höllinni í fyrsta leik. Fyrsti heimaleikur liðsins er svo gegn Haukum þann 10. október í Njarðtaksgryfjunni.