Skin og skúrir í VÍSbikarnumPrenta

Körfubolti

Þá hafa bæði Njarðvíkurliðin lokið keppni í 8-liða úrslitum VÍSbikarsins þar sem kvennaliðið hafði magnaðan sigur á Fjölni í framlengdum leik en karlaliðið varð að fella sig við sárgrætilegt tap gegn Val í gærkvöldi. Ljónynjurnar arka því áfram og verða í pottinum þegar dregið er í undanúrslit en karlaliðið einbeitir sér nú einvörðungu að Subwaydeildinni.

VÍSbikarkeppni kvenna: Njarðvík 89-88 Fjölnir
Framlengdur spennuslagur þar sem Aliyah Collier fór hamförum með 42 stig, 17 fráköst, 4 stoðsendingar, 4 stolna bolta og 2 varin skot. Þær Lavina og Diane létu sitt ekki heldur eftir liggja þar sem Lavina var með 18 stig, 15 fráköst og 7 stoðsendingar. Diane bætti svo við 15 stigum, 15 fráköstum og 5 stoðsendingum. Þegar dregið verður í undanúrslit keppninnar þá verða Njarðvík, Snæfell, Breiðablik og Haukar í pottinum.

Umfjallanir um viðureign Njarðvíkur og Fjölnis

Visir.is: Njarðvík í undanúrslit eftir framlengdan leik
Mbl.is: Njarðvík fyrst í undanúrslit
Karfan.is: Njarðvík í undanúrslit eftir sigur á Fjölni í framlengdum leik
VF.is: Njarðvík í undanúrslit eftir framlengingu
Myndasafn/ Skúli

VÍSbikarkeppni karla: Valur 72-71 Njarðvík
Sárgrætilegt tap þar sem við fengum séns á sigurkörfunni en boltinn vildi ekki niður þetta sinnið og okkar menn því úr leik. Það var ánægjulegt að sjá fyrirliðann Loga Gunnarsson snúa á nýjan leik inn í liðið eftir meiðsli. Dedrick fór fyrir Njarðvíkurliðinu í leiknum með 24 stig, 6 stoðsendingar, 2 fráköst og 2 stolna bolta og þá bætti Fotios við 13 stigum og 16 fráköstum. Það eru því Valur, Keflavík, Stjarnan og Þór Þorlákshöfn sem halda áfram í bikarnum.

Umfjallanir um viðureign Vals og Njarðvíkur
Visir.is: Valsmenn í undanúrslit eftir sigur á bikarmeisturunum
Mbl.is: Valur sló bikarmeistarana úr leik
Karfan.is: Húsið hélt með naumindum gegn ljónunum
Myndasafn/ Guðlaugur

Mynd með frétt/ Agnar: Ljónynjur á góðri stund eftir bikarsigurinn gegn Fjölni