Unglingaráð Njarðvíkur fékk Brynjar Þór Björnsson í heimsókn til að halda skotbúðir í jólafríínu en Brynjar hefur haldið námskeið af þessu tagi síðustu ár við góðan orðstír. Þetta er í annað sinn sem skotbúðirnar eru haldnar í Ljónagryfjunni og voru þær vel sóttar af iðkendum Njarðvíkur eins og síðast. Tæplega 50 krakkar mættu í tveimur hópum þá tvo daga sem æft var.
Viljum við þakka Brynjari fyrir komuna og vonandi sjáum við hann aftur fljótlega.