Skráning í sund næsta vetur er hafin. Sundmenn sem voru að æfa síðasta vetur skrá sig í sinn hóp. Allir sem ætla að æfa sund verða að vera skráðir og hafa gengið frá greiðslu æfingargjalda fyrir fyrstu æfingu. Nýjir sundmenn mæta á prufuæfingu þar sem þjálfari metur hvaða hópur hentar best.
Nýir sundmenn mæta á prufuæfingu í Vatnaveröld þar sem þjálfari metur hvaða hópur hentar best hverjum og einum. Prufuæfingar eru eftir samkomulagi. Hafið samband við Helenu þjálfara, S: 869-2851 netfang: helena.hrund85@gmail.com Sundskólahóparnir Gullfiskar og Silungar raðast sjálfkrafa eftir aldri og þurfa ekki prufu. Í hópa frá Löxum og uppúr er raðað eftir getu. Eingöngu nýir meðlimir fara á prufuæfingu. Aðrir sundmenn tilheyra áfram þeim hópi sem þeir eru í þangað til þeir fá boð um tilfærslu.
Upplýsingar um æfingatöflur, æfingagjöld og fleira gagnlegt er undir liðnum vertu með hér á síðunni.
Sverðfiskar og Háhyrningar byrja 18. ágúst, yngri hópar byrja 23. ágúst.