Skráning hafin á Nettómótið 2023Prenta

Körfubolti

Körfubolta- og fjölskylduhátíð

Opið er fyrir skráningar í Nettómotið 2023 en skráning fer fram rafrænt á www.nettomot.blog.is. Lokadagur skráninga er fimmtudaginn 23. febrúar næstkomandi. Nettómótið er stærsti körfuboltaviðburður ársins og fer fram dagana 4.-5. mars í Reykjanesbæ.

Nóg verður við að vera fyrir iðkendur alla helgina, pizzuveisla, bíó, vatnaveröld, kvöldvaka, hoppukastalar og eintóm körfuboltagleði alla helgina.