Seinni umferðin byrjar ekki vel frekar en sú fyrri endaði 3 – 0 tap gegn Þrótti í Laugardalnum. Fyrrihálfleikur var markalaus en heimamenn byrjuðu leikinn betur en okkur tókst að koma inn hann án þess að ógna þeim að ráði. Sóknir Þróttara voru hættulegri en vörnin sá við þeim.
Þróttur byrjaði seinnihálfleik með látum og mark á 47 mín setti okkur út af laginu og heimamenn bættu við marki á 52 mín. Bæði þessi mörk voru eitthvað sem við áttum ekki að fá á okkur. Við vorum lengi að þétta raðirnar en nokkur hættuleg upphlaup komu í kjölfar markanna og svo á 63 mín kom þriðja markið. Njarðvíkingar reyndu hvað þeir gátu sækja að marki Þróttar en það var ekki burðugt en fengu þó eitt dauðafæri sem ekki notaðist.
Það er óhætt að segja að sigur heimamanna var sanngjarn, við náðum aldrei að komast almennilega í gang en Þróttarar réðu meira og minna öllum gangi mála.
Njarðvíkingar eru að leika langt undir getu og leikmenn verða að fara gíra sig upp að nýju og leika eins og þeir léku í byrjun móts. Leikmenn eiga mikið inni og nú þarf að hrista af sér það sem er að þyngja á þeim. Það er stutt í næsta leik sem er á fimmtudaginn heima gegn Leikni Rvík.
Leikskýrslan Þróttur R. – Njarðvík
Fótbolti.net – skýrslan
Fótbolt.net – viðtal við Rafn
Myndirnar eru úr leiknum í kvöld.