Slagurinn um Reykjanesbæ: Taka tvöPrenta

Körfubolti

Taka tvö af deildarglímu Njarðvíkur og Keflavíkur fer fram í Subwaydeild kvenna í kvöld þegar topplið Keflavíkur mætir í Ljónagryfjuna. Leikurinn hefst kl. 20:15 en fyrir leik kvöldsins er Keflavík á toppi deildarinnar með sjö sigra í jafn mörgum leikjum og okkar konur með fjóra sigra í sjö leikjum.

Keflavík vann fyrsta deildarleik liðanna í fyrstu umferð og nú er komið að annarri glímunni. Eins og áður hefur komið fram er ný Ljónynja mætt í Gryfjuna en á mánudag samdi Njarðvík við Isabellu Ósk Sigurðardóttur.

Við hvetjum alla Njarðvíkinga til að fjölmenna á pallana og styðja Íslandsmeistarana okkar áfram til sigurs í baráttunni um tvö dýrmæt stig.

Umferð kvöldsins:

18:15 Breiðablik – Valur
19:15 ÍR – Haukar
19:15 Fjölnir – Grindavík
20:15 Njarðvík – Keflavík

Áfram Njarðvík!