Slavi Kosov gengur til liðs við Njarðvík.
Slavi Kosov hefur skrifað undir samning sem gildir út keppnistímabilið 2024.
Slavi er búlgarskur hafsent fæddur árið 2000 sem hefur leikið í heimalandinu allan sinn feril til þessa.
Slavi á að baki 4 yngri landsleiki fyrir landslið Búlgaríu.
Slavi kom upprunalega til Íslands fyrir tveimur vikum á reynslu og hefur æft með liðinu ásamt því að spila einn æfingarleik.
Nú er Slavi staddur með liðinu í æfingaferð á Spáni þar sem liðið leggur lokahönd á undirbúning sinn fyrir sumarið 2024.
Knattspyrnudeildin býður Slavi hjartanlega velkominn til Njarðvíkur!