Snjólfur snýr aftur í LjónagryfjunaPrenta

Körfubolti

Snjólfur Marel Stefánsson er snúinn aftur í heimahagana eftir viðkomu á Álftanesi. Snjólfur gerði nýverið tveggja ára samning við félagið en hann er uppalinn Njarðvíkingur og mikill baráttujaxl.

Snjólfur hjálpaði Álftanesi upp um deild á síðasta tímabili og því leikur Álftanes í Subwaydeildinni á komandi vertíð. Snjólfur var þar með 3 stig og 3 fráköst að meðaltali í leik á ríflega 11 mínútum að jafnaði í leik.

„Það eru gleðitíðindi að fá Snjólf aftur í græna búninginn. Þarna fer hörku leikmaður sem er vinnusamur. Snjólfur á eftir að breikka hópinn okkar enn frekar og ég hlakka til samstarfsins með honum,” sagði Halldór Karlsson formaður KKD UMFN.