Þær Soffía Rún Skúladóttir og Karen Dögg Vilhjálmsdóttir hafa framlengt samning sinn við kvennalið Njarðvíkur. Karen Dögg er 19 ára gamall framherji/miðherji og Soffía Rún 23 ára gamall skotbakvörður.
Stjórn KKD UMFN fagnar áframhaldandi samstarfi við þær Soffíu og Karen.
Nýverið samdi Njarðvík við Hallgrím Brynjólfsson um þjálfun kvennliðs félagsins og næsta leiktíð og hópurinn óðar að taka á sig mynd þessi dægrin.
Mynd/ Karen og Soffia í Ljónagryfjunni í kvöld.