Gagnlegar Upplýsingar fyrir Speedomót ÍRB

Hér munu mótaskrár og aðrar gagnlegar upplýsingar birtast þegar nær dregur móti.

Um mótið

Mótið er fyrir sundmenn 12 ára og yngri og er eins dags mót þar sem keppt er í 25 m laug í fjölbreyttum greinum.

Verðlaunaveitingar

Allir 10 ára og yngri fá þátttökuverðlaun, en ekki verðlaun samkvæmt hverri grein samkvæmt reglum um fyrirmyndarfélag ÍSÍ, einnig verða riðlaverðlaun.

Verðlaun verða veitt fyrir allar greinar  12 ára og yngri 1. – 3.  sæti kk. og kvk. ásamt riðlaverðlaunum.

Matur og gisting

Liðum og öllum aðstandendum stendur til boða að kaupa hádegisverð sem verður reiddur fram í matsal Holtaskóla. Á matseðlinum eru litlar kjötbollur með pasta og sósa. Maturinn kostar 1000 kr. Panta verður matinn fyrirfram um leið og skráning á mótið fer fram.

Ef áhugi er á því að gista getum við útvegað aðstöðu í Holtaskóla. Nánari upplýsingar um matinn og um verð og tilhögun gistingar gefur Guðný Magnúsdóttir gudnymagg@gmail.com.

Skráningar

Hver sundmaður má keppa í þremur greinum í hverjum hluta. Hámark tvær sveitir á lið í boðsundum, veitt verða verðlaun fyrir 1. – 3. sæti í boðsundum.

Vegna fenginnar reynslu þá viljum við ítreka: Nöfn í boðsund eiga að koma þegar skráningar eru sendar eða vera klárar kvöldið áður og sendar á harpastina@gmail.com, og sigrob@simnet.is Þó er hægt að gera nafnabreytingar. Boðsundin eiga vekja eftirtekt þess vegna erum við að gera tilraun með að hafa þau fremst á mótinu, boðsundin skapa stemmingu en eiga ekki að tefja mótið. Ekki er bætt við sveitum á mótinu sjálfu !!!!

Vinsamlegast virðið takmörkun skráninga á einstaklinga og boðsund í hverjum hluta.

Vinsamlegast ekki skrá 10 ára í  200m greinar nema  sérstök ástæða sé til.

Skráningarfrestur er til þriðjudagsins 31. janúar og skal skráningum skilað á SPLASH formi með tölvupósti til Steindor.Gunnarsson@njardvikurskoli.is, gudnymagg@gmail.com , ásamt fjölda þeirra sem ætla að vera í mat.

Vinsamlegast gefið upp hvort þið viljið hádegismat og fyrir hversu marga!

Nánari upplýsingar um skráningar sundmanna veitir Steindór Gunnarsson, Steindor.Gunnarsson@njardvikurskoli.is. Sími: 8632123.

Skráningargjald er 550 kr. fyrir grein. Þeir sem ekki geta skráð á SPLASHformi þurfa að skila sínum skráningu á Excel-skjali og kostar þá hver skráning 800 kr.

Skráningar- og hádegisverðargjald leggist inn á reikning 142-26-010236, kt. 480310-0550.

Það er von okkar að þið sjáið ykkur fært um að koma og taka þátt í skemmtilegu og metnaðarfullu móti !

 

Fyrir hádegi

Upphitun 08:00 – 08:30 báðum megin
sundlaugin opnar 07:45
Mót 08:40 – 12:00  ( mót c.a. 3 klst.)

4 x 50 fjórsund 10 ára og yngri  hnokkar

4 x 50 fjórsund 10 ára og yngri  hnátur

4 x 50 fjórsund 12 ára og yngri sveinar

4 x 50 fjórsund  12 ára og yngri meyjar

50 skrið 10 ára og yngri hnokkar

50 skrið 10 ára og yngri hnátur

100 skrið 12 ára og yngri sveinar

100 skrið 12 ára og yngri meyjar

200 skrið 12 ára og yngri sveinar

200 skrið 12 ára og yngri meyjar

50 flug 10 ára og yngri hnokkar

50 flug 10 ára og yngri hnátur

100 flug 12 ára og yngri sveinar

100 flug 12 ára og yngri meyjar

100 fjórsund 10 ára og yngri hnokkar

100 fjórsund 10 ára og yngri hnátur

200 flug  12 ára og yngri sveinar

200 flug  12 ára og yngri meyjar

200 fjórsund 12 ára og yngri sveinar

200 fjórsund 12 ára og yngri meyjar

 

Matarhlé  frá 11.30 – 12:30.

 

Eftir hádegi

Upphitun 12:30 – 13:00 báðum megin

 

Mót 13:10 – 16:10 ( mót c.a. 3 klst.)

4 x 50 skriðsund 10 ára og yngri hnokkar

4 x 50 skriðsund 10 ára og yngri hnátur

4 x 50 skriðsund 12 ára og yngri sveinar

4 x 50 m skriðsund 12 ára og yngri meyjar

50 bringusund 10 ára og yngri hnokkar

50 bringusund 10 ára og yngri hnátur

100 bringusund  12 ára og yngri sveinar

100 bringusund  12 ára og yngri meyjur

200 bringusund  12 ára og yngri sveinar

200 bringusund  12 ára og yngri meyjar

50  baksund 10 ára og yngri hnokkar

50  baksund 10 ára og yngri hnátur

100 baksund  12 ára og yngri sveinar

100 baksund  12 ára og yngri meyjar

200 baksund  12 ára og yngri sveinar

200 baksund  12 ára og yngri meyjar

100 fjórsund 12 ára og yngri sveinar

100 fjórsund 12 ára og yngri meyjar