Speedomót ÍRB 6. febrúarPrenta

Sund

Nú styttist í annað Speedomót ÍRB sem haldið verður þann 6. febrúar.

Matur í hádegi
Í hádeginu verður reiddur fram hádegismatur í Holtaskóla. Við óskum eftir því að okkar sundmenn borði saman í hádeginu og stendur foreldrum einnig til boða að panta sér mat.

Á matseðlinum eru kjúklingaleggir, hrísgrjón og sósa.
Maturinn aðeins 1000 kr. sem greiða þarf fyrirfram í síðasta lagi fyrir hádegi á miðvikudaginn 3. febrúar.

Skráning og greiðsla í matinn fer fram með millifærslu á reikning: 142-26-010236, kt. 480310-0550. Greiða þarf fyrir alla sem borða. Vinsamlega setjið nafn barnsins og hóp í skýringu og sendið kvittun á irbcash@gmail.com

Vinna á mótinu

Við viljum að sjálfsögðu gera þetta vel eins og okkur er lagið og óskum eftir aðstoð úr okkar frábæra foreldrahópi.
Við þurfum fólk í dómgæslu, tækniherbergi, riðlastjórn, hlaupara, ljósmyndara, þul, aðstoð við hádegismat í Holtaskóla.
Þeir sem vilja starfa sem dómarar senda póst á sigurthor@hs.is
Þeir sem vilja taka að sér önnur störf sendi póst á harpastina@gmail.com

Nánari upplýsingar um tímasetningar og fleira koma þegar nær dregur mótinu á síðu mótsins: https://umfn.is/speedomot-irb/