Spennusigur gegn ÍRPrenta

Körfubolti

Njarðvík er á toppi 1. deildar kvenna eftir sigur á ÍR í Njarðtaks-gryfjunni. Lokatölur 68-67 þar sem Jóhanna Lilja Pálsdóttir gerði sigurstigin okkar af vítalínunni.

Ljónynjunar leiddu allan leikinn en þegar 24 sekúndur voru eftir komst ÍR einu sinni yfir eftir þrist en okkar konur sýndu stáltaugar og þar fór Jóhanna Lilja fremst í flokki þegar hún sökkti tveimur pressuvítum þegar 5 sekúndur lifðu leiks. Frábær sigur og gott úthald gegn seigu liði ÍR.

Jóhanna Lilja Pálsdóttir var stigahæst hjá Njarðvík í dag með 17 stig og Vilborg Jónsdóttir bætti við 16 stigum og 8 stoðsendingum. Hjá ÍR var Nína Jenný með 19 stig og 6 fráköst og Birna Eiríksdóttir með 11 stig.

Tölfræði leiksins
Mynadasafn úr leiknum