Sportabler og UMFN í samstarf – SkráningakerfiPrenta

UMFN

Nýtt skráningakerfi Sportabler, hefur verið tekið í gagnið hjá öllum deildum UMFN. Deildir munu á komandi mánuðum setja inn í kerfið sínar “vörur” sem væru þá í raun skráningar barna í þá flokka og/eða íþróttir sem þau stunda.  Ásamt skráningum fara samskipti milli foreldra/iðkennda í gegnum appið.  Appið Sportabler er hægt að sækja hefðbundnar leiðir í gegnum snjallsíma.  Ef upp koma vandræði með skráningu er mikilvægt að hafa samband við þjónustuver Sportabler í gegnum netspjallið á appinu eða senda póst á sportabler@sportabler.com 

Sem

Hér eru upplýsingar varðandi nýskráningu og hvernig á að kaupa námskeið í Sportabler:
Nýskráningar í Sportabler
Kaupa æfingagjöld/námskeið í gegnum vefverslun

Hvatagreiðslur

Við viljum sérstaklega minna foreldra og forráðamenn að nýta sér hvatagreiðslur Reykjanesbæjar þegar gengið er frá æfingagjöldum. Það þarf að gerast í kaupferlinu og þá er mikilvægt að hakað sé við JÁ í skrefi 2, (Sjá mynd að neðan) og auðkenna sig með rafrænum hætti. Hvatagreiðslur Reykjanesbæjar eru rafrænar frá og með áramótum 2021 og hafa forráðamenn sem skrá iðkendur á þessu ári val um að haka við í skráningarferlinu um að nota hvatagreiðsluna til lækkunar æfingargjalda. Það er á ábyrgð forráðamanna að nýta sér hvatagreiðslurnar. Nánari upplýsingar má finna á heimasíðu Reykjanesbæjar
Hvatagreiðslur/Incentive payments | Upplýsingavefur sveitarfélagsins Reykjanesbæjar (reykjanesbaer.is)
• Hvatagreiðsla fyrir árið 2023 er 45.000 kr. og hægt að ráðstafa henni við skráningu.